Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mið 16. ágúst 2023 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Lennon vildi ekki hanga á bekknum hjá FH og fá ekkert að spila - „Mikil vonbrigði“
Lengjudeildin
Steven Lennon spilaði sinn fyrsta leik fyrir Þrótt í kvöld
Steven Lennon spilaði sinn fyrsta leik fyrir Þrótt í kvöld
Mynd: Þróttur
Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir hann að yfirgefa FH en hann þurfti að spila
Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir hann að yfirgefa FH en hann þurfti að spila
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Skoski sóknarmaðurinn Steven Lennon lék sinn fyrsta leik fyrir Þrótt í Lengjudeildinni er liðið tapaði fyrir Þór, 2-1, á Akureyri í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Þróttur R.

Lennon samdi við Þrótt á láni út tímabilið frá FH en samningur hans við FH-inga rennur út eftir tímabilið og er algerlega óvíst hvað hann gerir eftir það.

Hann var í byrjunarliði Þróttara gegn Þór í kvöld en segir að það hafi tekið á enda ekki fengið margar mínútur í sumar.

„Þetta var svekkjandi. Erfiður staður til að koma á en þessi sigur hefði getað dottið báðum megin. Í seinni hálfleik hættum við að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleiknum en við vorum ekki góðir, bæði varnarlega og sóknarlega og það kostaði okkur.“

„Þetta hefði getað verið 2-0 eða 3-0 fyrir okkur en við hættum að gera það sem við vorum að gera og fórum dýpra á völlinn og misstum stjórnina.“

„Ég er ánægður að vera hér en mjög þreyttur í seinni hálfleiknum og var í erfiðleikum. Ég hef ekki spilað nógu margar mínútur en vonandi verð ég skarpari með hverjum leiknum og skora einhver mörk,“
sagði Lennon við Fótbolta.net.

Skotinn er eini útlendingurinn í sögu efstu deildar til að skora 100 mörk eða meira en hann var að fá lítinn spiltima hjá FH-ingum í sumar og ákvað því að leita annað. Hann segir að það hafi verið afar erfitt að kveðja.

„Það var það líka fyrir mig. Þetta var tækifæri fyrir mig til að spila og vil ekki sitja á bekknum hjá FH og fá engar mínútur. Ég er ánægður að vera hér, spila fleiri mínútur og halda okkur í deildinni.“

„Það er hægt að segja það. Það er erfitt fyrir mig að yfirgefa félagið því ég hef verið þarna í níu ár og á fullt af vinum þarna. Þetta eru vonbrigði og tilfinningaþrungið en ég er viss um að ég fari aftur þarna til að sjá nokkur ánægð andlit.“


Hvernig líst honum á framhaldið?

„Eitt stig hér hefði verið í lagi svona þegar horft er til lengri tíma. Hver einasti leikur er bikarúrslitaleikur og við verðum bara að halda áfram að berjast en mér finnst við hafa gæði til að vinna leiki, við verðum bara að fara að gera nákvæmlega það,“ sagði Lennon í lokin.
Athugasemdir
banner
banner