Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. september 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Valencia mótmæla þjálfaraskiptum - Mæta ekki í viðtöl
Mynd: Getty Images
Leikmenn Valencia hafa ákveðið að tjá sig ekki við fjölmiðla á næstunni eftir að Marcelino var rekinn í síðustu viku. Þetta gera þeir til að mótmæla þjálfaraskiptum hjá félaginu.

Valencia vann spænska bikarinn undir stjórn Marcelino á síðasta tímabili og náði Meistaradeildarsæti. Því kom mikið á óvart þegar hann var rekinn í síðustu viku.

Eftir 5-2 tap gegn Barcelona um helgina neituðu leikmenn að fara í viðtöl og nýi þjálfarinn Albert Celades var sá eini sem tjáði sig við fjölmiðla.

Celades verður einnig einn á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Chelsea í Meistaradeildinni þrátt fyrir að reglur UEFA kveði á um að einn leikmaður frá hverju félagi eigi að mæta á fundinn.

Sjá einnig:
Marcelino: Ég var rekinn fyrir að vinna bikarinn
Athugasemdir
banner
banner