Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 16. september 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodgers segir að vítaspyrna Man Utd hafi verið harður dómur
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, er á því máli að vítaspyrnan sem Manchester United fékk gegn Leicester um helgina hafi verið ódýr.

Marcus Rashford nældi í vítaspyrnuna og skoraði úr henni af öryggi. Það mark réði úrslitum í leiknum og kom Man Utd aftur á sigurbraut.

„Marcus er skarpur og hann er að bíða eftir snertingunni. Það er örlítil snerting og vítaspyrna dæmd," sagði Rodgers eftir leikinn og bætti við:

„Mér fannst þetta ódýr vítaspyrna - harður dómur."

Fyrir áhugasama þá er hægt að sjá myndskeið frá leiknum að neðan. Þar má meðal annars finna vítaspyrnudóminn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner