Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. september 2022 15:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Engir árekstrar við U21 eins og í gamla daga
Hákon Arnar og Ísak Bergmann.
Hákon Arnar og Ísak Bergmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó var mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ á sínum tíma.
Óli Jó var mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið er í möguleika á því að komast í lokakeppni EM í þriðja sinn. Liðið er að fara í umspil þar sem andstæðingurinn er Tékkland í tveggja leikja einvígi.

A-landsliðið er að fara í verkefni á sama tíma, en báðir hópar voru tilkynntir í dag.

Frægt er orðið þegar U21 landsliðið fór í umspil fyrir lokakeppni EM árið 2010 að þá var U21 tekið fram yfir A-landsliðið, en þannig er það ekki núna. A-landsliðið er að fara í það sem gæti orðið mikilvægur leikur gegn Albaníu í Þjóðadeildinni á svipuðum tíma.

Ólafur Jóhannesson, þáverandi A-landsliðsþjálfari, var mjög ósáttur við það hvernig málum var háttað fyrir tólf árum síðan en núna er enginn árekstur að sögn Arnars Þórs Viðarssonar, A-landsliðsþjálfara.

„Það var enginn árekstur. Við ræðum bara hlutina og tökum ákvörðun um hvað er best fyrir hvort liðið fyrir sig," sagði Arnar á fréttamanafundi.

„Við ræðum hlutina fram og til baka. Það breytist að sjálfsögðu frá viku til viku, vegna þess að það eru meiðsli og annað sem kemur upp. Við vinnum þetta í sameiningu. Ég held að það séu allir sáttir með þessa niðurstöðu."

Það gæti verið þannig að A-landsliðið verði ekki í möguleika á að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni áður en kemur að leiknum gegn Albaníu. Ef staðan verður þannig þá gæti verið að leikmenn eins og Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson verði færðir í U21 landsliðið fyrir seinni leikinn gegn Tékklandi.

„Já, það er búið að ræða það (að færa leikmenn niður í U21). Það er ómögulegt að segja fyrir fram hvað verður. Það má ekki gleyma því heldur að leikmenn sem Davíð Snorri hefur verið að spila á eiga mikið hrós skilið fyrir að skila liðinu í þá stöðu sem þeir eru í akkúrat núna."

Það kemur í ljós 24. september - þegar Albanía og Ísrael eigast við - hvort Ísland eigi svo möguleika á því að vinna riðilinn í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner