Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 16. október 2019 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Steini Halldórs: Ég er búinn að horfa á alltof marga leiki með þeim
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir verkefnið erfitt gegn Paris Saint-Germain en að aðalmarkiðið sé að halda einvíginu á lífi eftir kvöldið.

Paris Saint-Germain er stærsta knattspyrnufélag Frakklands og er kvennaliðið annað besta lið landsins en liðið mætir Blikum á Kópavogsvelli klukkan 18:30 í kvöld.

„Það er fín tilhlökkun og ég held að þetta kryddi tilveruna að spila við svona lið og ég held að þeim hlakki það mikið til að við eigum eftir að eiga góðan leik á morgun," sagði Þorsteinn í gær.

„Ég er búinn að horfa á alltof marga leiki með þeim og auðvelt að afla sér upplýsingar í dag og það hefur verið auðvelt. Við hljótum að hafa fundið eitthvað sem við getum notað."

„Það eru möguleikar en heilt yfir eru þeir ekki miklir, að vinna þær í tveggja leikja einvígi. Fyrst og fremst snýst leikurinn á morgun um það að einvígið verði lifandi eftir morgundaginn."

„Þetta er frábært fótboltalið, frábært félag og risafélag. Þetta er stærsta félag sem hefur komið til Íslands í mörg ár. Þær eru með góða framlínumenn og góða leikmenn í öllum stöðum og jafnt lið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner