Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 16. október 2019 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Steini Halldórs: Ég er búinn að horfa á alltof marga leiki með þeim
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir verkefnið erfitt gegn Paris Saint-Germain en að aðalmarkiðið sé að halda einvíginu á lífi eftir kvöldið.

Paris Saint-Germain er stærsta knattspyrnufélag Frakklands og er kvennaliðið annað besta lið landsins en liðið mætir Blikum á Kópavogsvelli klukkan 18:30 í kvöld.

„Það er fín tilhlökkun og ég held að þetta kryddi tilveruna að spila við svona lið og ég held að þeim hlakki það mikið til að við eigum eftir að eiga góðan leik á morgun," sagði Þorsteinn í gær.

„Ég er búinn að horfa á alltof marga leiki með þeim og auðvelt að afla sér upplýsingar í dag og það hefur verið auðvelt. Við hljótum að hafa fundið eitthvað sem við getum notað."

„Það eru möguleikar en heilt yfir eru þeir ekki miklir, að vinna þær í tveggja leikja einvígi. Fyrst og fremst snýst leikurinn á morgun um það að einvígið verði lifandi eftir morgundaginn."

„Þetta er frábært fótboltalið, frábært félag og risafélag. Þetta er stærsta félag sem hefur komið til Íslands í mörg ár. Þær eru með góða framlínumenn og góða leikmenn í öllum stöðum og jafnt lið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner