Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 16. október 2019 10:06
Magnús Már Einarsson
Stoichkov brast í grát þegar hann ræddi fordómana
Hristo Stoichkov í landsleik gegn Englandi fyrir mörgum árum.
Hristo Stoichkov í landsleik gegn Englandi fyrir mörgum árum.
Mynd: Getty Images
Hristo Stoichkov, besti leikmaður í sögu Búlgaríu brast í grát þegar hann ræddi kynþáttafordómana í leik Englands og Búlgaríu í fyrrakvöld.

Tvívegis þurfti að stöðva leikinn í Búlgaríu í fyrrakvöld vegna kynþáttafordóma hjá stuðningsmönnum liðsins.

Stoichkov var spurður að því í spænskumælandi þætti í Bandaríkjunum hvað væri til ráða.

„Stuðningsmennirnir fá ekki að mæta á völlinn eða ennþá harðari refsingar. Eins og á Englandi í mörg ár. Fimm ár án þess að fá að mæta á völlinn. Fólk verðskuldar ekki að þjást," sagði Stoichkov.

Talið er að hann hafi verið að vísa til þess þegar ensk félög voru bönnuð frá Evrópukeppnum í fimm ár eftir Heysel slysið árið 1985.


Athugasemdir
banner
banner
banner