Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 16. október 2021 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristall Máni: Kóngar en samt leiðinlegustu gæjar sem ég hef kynnst
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér er skítkalt en það er heitt á toppnum," sagði Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkinga, eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Víkingur er tvöfaldur meistari, bæði Íslands- og bikarmeistari. Kristall á stóran þátt í því, hann var algjörlega frábær í sumar.

„Mér líður mjög vel. Tvenna og maður trúir þessu varla," sagði þessi efnilegi leikmaður.

Um leikinn sagði hann: „Við vorum með þetta allan tímann. Þeir eru með fínt lið og fína leikmenn, en við þurftum bara að gera það sem við höfum gert í allt sumar. Þá vissum við að við myndum taka þetta."

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru að leggja skóna á hilluna. Hvernig verður að missa þá?

„Það verður ömurlegt. Þetta eru kóngar en samt leiðinlegustu gæjar sem ég hef kynnst. Þeir eru geggjaðir."

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner