Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   fös 17. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Liðsfélagar Alfreðs mæta Haaland
Seinni hluti þýska deildartímabilsins fer af stað í kvöld þegar Schalke tekur á móti Borussia Mönchengladbach í toppbaráttunni.

Um gífurlega spennandi leik er að ræða enda skilja fimm stig liðin að í öðru og fimmta sæti deildarinnar.

Á morgun á Augsburg heimaleik við Borussia Dortmund. Alfreð Finnbogason verður ekki með vegna meiðsla.

Það verður áhugavert að fylgjast með Dortmund sem tryggði sér þjónustu norska ungstirnisins Erling Braut Haaland fyrr í janúar. Hann mun berjast við menn á borð við Paco Alcacer og Marco Reus um byrjunarliðssæti.

Laugardeginum lýkur á heimaleik RB Leipzig gegn nýliðum Union Berlin. Leipzig trónir á toppi deildarinnar með 37 stig og er búið að vinna sjö af síðustu átta deildarleikjum.

Á sunnudaginn eiga margfaldir Þýskalandsmeistarar FC Bayern útileik gegn Hertha Berlin. Bayern er búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti, fjórum stigum frá toppnum.

Föstudagur:
19:30 Schalke - B. M'Gladbach

Laugardagur:
14:30 Augsburg - Dortmund
14:30 Hoffenheim - Frankfurt
14:30 Düsseldorf - Werder Bremen
14:30 Köln - Wolfsburg
14:30 Mainz - Freiburg
17:30 RB Leipzig - Union Berlin

Sunnudagur:
14:30 Hertha Berlin - FC Bayern
17:00 Paderborn - Leverkusen
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 8 8 0 0 30 4 +26 24
2 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
3 RB Leipzig 8 6 1 1 16 9 +7 19
4 Stuttgart 8 6 0 2 13 7 +6 18
5 Leverkusen 8 5 2 1 18 11 +7 17
6 Eintracht Frankfurt 8 4 1 3 21 18 +3 13
7 Hoffenheim 8 4 1 3 15 13 +2 13
8 Köln 8 3 2 3 12 11 +1 11
9 Werder 8 3 2 3 12 16 -4 11
10 Union Berlin 8 3 1 4 11 15 -4 10
11 Freiburg 8 2 3 3 11 13 -2 9
12 Wolfsburg 8 2 2 4 9 13 -4 8
13 Hamburger 8 2 2 4 7 11 -4 8
14 St. Pauli 8 2 1 5 8 14 -6 7
15 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
16 Mainz 8 1 1 6 9 16 -7 4
17 Heidenheim 8 1 1 6 7 16 -9 4
18 Gladbach 8 0 3 5 6 18 -12 3
Athugasemdir
banner
banner