Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 17. janúar 2025 08:33
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Burton: Jón Daði verður okkur dýrmætur
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson færði sig um set í ensku C-deildinni í gær. Hann yfirgaf þá Wrexham eftir að stuttu samningur hans rann út, og gekk í raðir Burton Albion.

Burton er í mjög erfiðri stöðu í neðsta sæti deildarinnar en félagið vonast til þess að koma Jóns Daða hjálpi liðinu að spyrna sér frá botninum.

Gary Bowyer, stjóri Burton, lýsti yfir mikilli ánægju með komu Jóns Daða í viðtali við heimasíðu félagsins.

„Ég er algjörlega hæstánægður. Að hafa náð að fá leikmann með þessa reynslu og gæði er hrós á alla hjá félaginu. Við getum ekki beðið eftir því að fá hann út á völlinn því hann á eftir að reynast okkur svo dýrmætur," segir Bowyer.

Jón Daði er 32 ára og fékk mjög lítið að spila hjá Wrexham en staðan hjá Burton ætti að vera öðruvísi. Burton er að hluta í eigu Íslendinga.


Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Lincoln City 16 8 4 4 20 15 +5 28
2 Stockport 16 8 4 4 22 20 +2 28
3 Bradford 15 7 6 2 24 18 +6 27
4 Bolton 15 7 5 3 23 15 +8 26
5 Cardiff City 14 8 2 4 22 14 +8 26
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Stevenage 13 8 2 3 18 11 +7 26
7 Wimbledon 15 8 1 6 19 20 -1 25
8 Luton 15 7 2 6 18 15 +3 23
9 Mansfield Town 15 6 4 5 22 17 +5 22
10 Huddersfield 14 7 1 6 21 19 +2 22
11 Rotherham 16 6 4 6 18 18 0 22
12 Burton 16 6 4 6 16 19 -3 22
13 Barnsley 13 6 3 4 20 18 +2 21
14 Wycombe 16 5 5 6 22 17 +5 20
15 Northampton 15 6 2 7 12 14 -2 20
16 Leyton Orient 16 6 2 8 24 28 -4 20
17 Wigan 15 4 6 5 18 19 -1 18
18 Reading 15 4 6 5 16 19 -3 18
19 Doncaster Rovers 16 5 3 8 15 23 -8 18
20 Exeter 16 5 2 9 16 17 -1 17
21 Peterboro 15 5 1 9 18 22 -4 16
22 Blackpool 16 4 3 9 16 24 -8 15
23 Port Vale 16 3 5 8 11 19 -8 14
24 Plymouth 15 4 1 10 18 28 -10 13
Athugasemdir
banner
banner