Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 17. febrúar 2020 13:47
Elvar Geir Magnússon
Barcelona komið með leyfi til að kaupa sóknarmann
Barcelona hefur fengið undanþágu til að kaupa sóknarmann á næstu fimmtán dögum eftir að ljóst var hversu alvarleg meiðsli Ousmane Dembele eru.

Franski landsliðsmaðurinn verður sex mánuði frá en auk þess er Luis Suarez að jafna sig eftir aðgerð á hné. Suarez verður frá þar til í maí.

Reglur La Liga, spænsku deildarinnar, eru þær að félög mega kaupa inn leikmenn utan félagaskiptaglugga í sérstökum aðstæðum. Nýr leikmaður þarf að vera að spila í efstu eða næstefstu deild á Spáni eða vera á frjálsri sölu.

Quique Setien, nýráðinn stjóri Barcelona, er með sóknarmennina Lionel Messi, Antoine Griezmann og Ansu Fati en félagið getur nú bætt við sóknarmanni á næstu fimmtán dögum.

Ýmsir leikmenn hafa verið orðaðir við Börsunga, nú síðast danski sóknarmaðurinn Martin Braithwaite hjá Leganes. Lucas Perez og Willian Jose hafa einnig verið nefndir.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner
banner