Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. febrúar 2021 23:23
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Kevin og Sergio eru tilbúnir
Mynd: Getty Images
Manchester City er með tíu stiga forystu þegar fjórtán umferðir eru eftir af enska úrvalsdeildartímabilinu.

Pep Guardiola var kátur eftir 1-3 sigur gegn Everton í kvöld en neitaði að tjá sig um titilmöguleika Man City.

„Þetta var erfiður leikur en strákarnir skiluðu inn vinnunni og verðskulduðu sigurinn. Strákarnir sýndu mikla þolinmæði í sóknarleiknum og það er ástæðan fyrir því að við náðum að skora tvö mörk í síðari hálfleik," sagði Guardiola, en City hefur aðeins fengið 4 mörk á sig í síðustu 17 leikjum í öllum keppnum.

„Þú getur ekki unnið titla án þess að vera með góða vörn, ég er mjög stoltur af varnarleiknum okkar. Við spiluðum við Everton sem skoraði þrjú á Old Trafford og fimm gegn Tottenham. Þetta er lið sem getur skapað sér færi en við takmörkuðum það.

„Við erum ekki að spá í stöðunni í deildinni, við erum bara hér til að vinna leiki. Það eru ennþá 42 stig til að berjast um."


Man City er í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er enn í FA bikarnum. Þá er úrslitaleikur deildabikarsins gegn Tottenham á dagskrá í lok apríl. Guardiola er mjög ánægður með að geta notast við Kevin De Bruyne og Sergio Agüero í næstu leikjum þar sem þeir voru að koma aftur úr meiðslum.

„Kevin og Sergio eru komnir aftur. Þeir eru tilbúnir í slaginn. Það eru stórkostlegar fréttir fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner