Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 17. febrúar 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olga Ingibjörg lánuð í Fram (Staðfest)
Kvenaboltinn
Olga Ingibjörg Einarsdóttir
Olga Ingibjörg Einarsdóttir
Mynd: Breiðablik
Olga Ingibjörg Einarsdóttir er gengin til liðs við Fram að láni frá Breiðabliki.

Olga er 18 ára gamall miðvörður sem er uppalin hjá Blikum og á, þrátt fyrir ungan aldur tæplega 70 meistaraflokksleiki, flesta í Lengjudeildinni með Augnabliki og svo HK þar sem hún spilaði sem lánsmaður á síðasta tímabili.

Hún á svo níu leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

„Olga er ljónhörð og afar efnileg, örugg með boltann og les leikinn vel. Við teljum hana styrkja okkar hóp verulega og hlökkum mikið til að sjá hana vaxa og dafna enn frekar í bláu treyjunni í sumar," segir í tilkynningu Fram.

„Við viljum að lokum þakka Blikum fyrir afar vönduð og góð vinnubrögð."

Fram leikur í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa endað í öðru sæti Lengjudeildarinnar í fyrra.
Athugasemdir