Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. mars 2023 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra skoraði í stóru tapi - Sveindís og stöllur í Wolfsburg með fimm stiga forystu
Alexandra skoraði mark Fiorentina í tapinu gegn Roma
Alexandra skoraði mark Fiorentina í tapinu gegn Roma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan, Alexandra Jóhannsdóttir, skoraði eina mark Fiorentina í 5-1 tapinu gegn Roma í Seríu A á Ítalíu í dag. Þá spilaði Sveindís Jane Jónsdóttir í 5-0 sigri Wolfsburg á Potsdam í þýsku deildinni.

Alexandra gerði eina mark Fiorentina þegar liðið var 4-0 undir. Hún klóraði í bakkann á 51. mínútu eftir sendingu frá Lindu Tucceri Cimini en þetta var þriðja mark hennar í deildinni.

Fiorentina er í 5. og neðsta sæti meistarariðilsins með 34 stig.

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann Potsdam, 5-0. Hún spilaði allan leikinn fyrir þýska félagið sem er í efsta sæti deildarinnar með 42 stig.

Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafs. Gros léku allan leikinn fyrir Fortuna Sittard sem tapaði fyrir Twente, 2-1, í 8-liða úrslitum hollenska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner