Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 17. mars 2023 07:05
Elvar Geir Magnússon
Í forgangi hjá Newcastle að landa Maddison
Powerade
Newcastle vill Maddison.
Newcastle vill Maddison.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry hefur áhuga á að taka við Bandaríkjunum.
Thierry Henry hefur áhuga á að taka við Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Það er spennandi blanda af ensku deildinni og bikarnum um helgina. Hér er föstudagsslúðrið. Bellingham, Maddison, Alli, Henry, March, Coufal og fleiri koma við sögu.

Manchester United er tilbúið að blanda sér í baráttuna um Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund. (Telegraph)

Það verður í forgangi hjá Newcastle United að fá James Maddison (26) frá Leicester. Maddison er sagður vilja spila í Meistaradeildinni og verða fastamaður hjá enska landsliðinu. (The I)

Thierry Henry hafnaði tilboði um að verða landsliðsþjálfari kvennaliðs Frakklands. (Le Figaro)

Henry, sem er fyrrum sóknarmaður Arsenal og franska landsliðsins, hefur áhuga á að verða næsti landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. (ESPN)

Manchester United, Newcastle, Brighton og Brentford hafa öll sýnt spænska miðjumanninum Gabri Veiga (20) hjá Celta Vigo áhuga. (90min)

Solly March (28), vængmaður Brighton, mun skrifa undir nýjan samning en núgildandi samningur rennur út í sumar. (The Athletic)

Úlfarnir ætla að bjóða fyrirliðanum, portúgalska miðjumanninum Ruben Neves (26), nýjan samning. (90min)

Bayer Leverkusen hefur áhuga á tékkneska hægri bakverðinum Vladimir Coufal (30) hjá West Ham. (Football Insider)

Crystal Palace mun taka ákvörðun um framtíð stjórans Patrick Vieira í landsleikjaglugganum. (Telegraph)

Danny Rose (32), fyrrum vinstri bakvörður Tottenham og enska landsliðsins, er að æfa með utandeildarliðinu York City. Hann hefur verið án félags síðan hann samdi við Watford um riftun á samningi í september. (Sun)

Besiktas mun ekki reyna að fá Dele Alli (26) í sumar en hann er á félaginu á lánssamningi. Everton mun líklega rifta samningi enska miðjumannsins. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner