Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. apríl 2021 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Norwich upp í úrvalsdeild á nýjan leik
Mynd: Getty Images
Norwich er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik eftir eins árs fjarveru.

Þetta varð ljóst eftir úrslitin í hádegisleikjum Championship-deildarinnar. Dagurinn var tekinn snemma í deildinni og voru sjö leikir að klárast.

Brentford gerði jafntefli við Millwall og Swansea gerði jafntefli við Wycombe. Það þýðir að Norwich er komið upp, en Kanarífuglarnir hafa átt frábært tímabil.

Norwich á enn eftir að spila fimm leiki og á heimaleik við Bournemouth í kvöld.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 79. mínútu hjá Millwall í jafnteflinu gegn Brentford. Millwall er í níunda sæti deildarinnar en hér fyrir neðan má sjá öll úrslit í þeim leikjum sem búnir eru í dag.

Brentford 0 - 0 Millwall

Luton 1 - 0 Watford
1-0 James Collins ('78 , víti)
Rautt spjald: Kiko Femenia, Watford ('88)

Middlesbrough 1 - 2 QPR
0-1 Robert Dickie ('15 )
0-2 Lee Wallace ('18 )
1-2 Yannick Bolasie ('28 )
Rautt spjald: Seny Dieng, QPR ('58)

Nott. Forest 0 - 2 Huddersfield
0-1 Aaron Rowe ('45 )
0-2 Juninho Bacuna ('61 )

Sheffield Wed 1 - 1 Bristol City
1-0 Julian Borner ('4 )
1-1 Tyreeq Bakinson ('87 )
Rautt spjald: Henri Lansbury, Bristol City ('21)

Stoke City 0 - 0 Preston NE
Rautt spjald: Harry Souttar, Stoke City ('87)

Swansea 2 - 2 Wycombe Wanderers
0-1 Admiral Muskwe ('46 )
0-2 Garath McCleary ('51 )
1-2 Jamal Lowe ('80 , víti)
2-2 Liam Cullen ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner