Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Málverk Tolla og Bubba afhent - Batahúsið fékk 580 þúsund
Málverkin eftir Bubba og Tolla sem voru boðin upp saman að þessu sinni.
Málverkin eftir Bubba og Tolla sem voru boðin upp saman að þessu sinni.
Mynd: Aðsend
Fótbolti.net og listamaðurinn Tolli tóku höndum saman í apríl eins og undanfarin ár og buðu upp málverk eftir Tolla hér á vefnum en að þessu sinni var Bubbi bróðir hans líka með verk í uppboðinu.

Uppboðið stóð til 7. apríl og kaupandinn fékk það afhent í vikunni

Kaupandinn er frá Ólafsfirði en málverk Tolla í uppboðinu er einmitt þaðan. Málverk Tolla er 100 x 100 cm að stærð frá Ólafsfirði. Málverk Bubba er 80 x 80 cm að stærð og nefnist Fjólublátt flauel. Málverkin voru boðin upp saman.

Þau fóru á 580.000 kr og öll upphæðin. Eins og öll fyrri uppboð Fótbolta.net með Tolla rennur uppboðsfjárhæðin óskipt til góðgerðamála og að þessu sinni rennur fjárhæðin til Batahússins

Þetta er sjötta árið í röð sem við stóðum fyrir uppboði á málverki Tolla og öll árin rann öll upphæðin í gott málefni.

2021 Batahúsið: 580.000
2020 Björt sýn: 700.000
2019 Björt sýn: 560.000
2018 ABC barnahjálp: 713.000
2017 Samhjálp: 682.000
2016 Fjölskylduhjálp Íslands: 620.000
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner