Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson voru báðir í byrjunarliði Ham/Kam í 1-0 tapi liðsins gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Ham/Kam hefur ekki fengið óskabyrjun á tímabilinu en þetta var þriðja tap liðsins.
Það er enn í leit að fyrsta sigurleiknum en eina stig liðsins kom í fyrstu umferðinni gegn KFUM Oslo.
Brynjar spilaði allan leikinn í vörn Ham/Kam í kvöld en Viðar Ari fór af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir.
Ham/Kam er í næst neðsta sæti deildarinnar. Næst mætir liði Loga Tómassyni og félögum í Strömsgodset en sá leikur fer fram á sunnudag.
Athugasemdir