Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   mið 17. apríl 2024 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel fyrsti Þjóðverjinn til að komast í undanúrslit með þremur mismunandi liðum
Thomas Tuchel leyfði sér að fagna í kvöld
Thomas Tuchel leyfði sér að fagna í kvöld
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið með þrumuskalla í 1-0 sigrinum á Arsenal og er því ljóst að Bayern mætir Manchester City eða Real Madrid í undnaúrslitum.

Tuchel, sem mun hætta eftir tímabilið, hefur nú komið þremur liðum í undanúrslit keppninnar, en hann komst í úrslit með bæði Chelsea og Paris Saint-Germain.

Hann er eini Þjóðverjinn sem hefur afrekað það að fara með þremur liðum í undanúrslit en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur farið þrisvar sinnum í úrslit með Liverpool og einu sinni með Borussia Dortmund.

Jupp Heynckes vann keppnina með bæði Bayern München og Real Madrid á þjálfaraferli sínum.


Athugasemdir
banner
banner