PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fim 17. apríl 2025 17:42
Anton Freyr Jónsson
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur Ólafsvík skoraði sjö mörk í Ólafsvík í dag þegar Úlfarnir heimsóttu Ólafsvík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla. Leikurinn endaði með 7-1 sigri Víkings Ólafsvíkur. Fótbolti.net ræddi við Brynjar Kristmundsson, þjálfara Víkings Ólafsvíkur.


Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 7 -  1 Úlfarnir

„Við unnum bara okkar vinnu og þegar við gerum það þá eru svona leikir auðveldari."

„Við fengum smá vatnsgusu í andlitið í byrjun lentum 1-0 undir og náðum bara að svara því og eftir það þá fannst mér við vera með alla stjórnina og gerum þetta bara vel"

Brynjar Kristmundsson segir að það sé markmið hjá liðinu að fara upp úr annari deild en liðið var mjög nálægt því að komast upp í Lengjudeildina á síðasta tímabili. 

„Við erum með marga góða leikmenn, stigum góð skref fram á við í fyrra og það eru allir í félaginu staðráðnir í að taka eitt skref í viðbót, vorum skrefi frá þessu í fyrra og við lærðum mikið af því tímabíli og við ætlum að reyna eins og við getum til þess að komast upp. Þessi deild er erfið, hún er flólkin spila á ótrúlega mismunandi týpum af völlum, fara í ótrúlega mörg ferðalög þannig við verðum bara að vera klárir."

Það var kalt í Ólafsvík í dag og Brynjar var spurður út í spánverjana í liði Víkinga frá Ólafsvík. 

„Þetta eru þvílíkir karakterar, auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, þeir eru vanir að spila í 25 gráðunum. Ætli það hjálpi þeim sérstaklega að vinna í frystihúsi þannig þeir venjast þessu, vinna 8-4 þannig þeir kvarta ekki. Þeir eru toppmenn, góðir í fótbolta og bæta liðið okkar klárlega og fúnkera vel inn í samfélagið hérna."


Athugasemdir
banner
banner