sun 17. maí 2015 22:59
Elvar Geir Magnússon
Aðstoðardómarar dæmdu þrjú lögleg mörk af
Oddur Helgi er hér lengst til vinstri á myndinni.
Oddur Helgi er hér lengst til vinstri á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mistök aðstoðardómara í Pepsi-deildinni voru áberandi í leikjum kvöldsins. Pepsi-mörkin eru í gangi á Stöð 2 Sport núna.

Þar sést greinilega að tvö fullkomlega lögleg mörk voru tekin af Breiðabliki í 1-1 jafntefli gegn Keflavík. Aðstoðardómarinn Oddur Helgi Guðmundsson var þar að verki í báðum tilfellum.

Þá var löglegt mark tekið af Leikni í 1-1 jafnteflinu gegn Stjörnunni. Björn Valdimarsson aðstoðardómari flaggaði þá brot.

„Línuvörðurinn flaggaði brot á markvörðinn þeirra. Þeir hafa svo gaman að því. Þetta var mjög random en pælum ekki í því," sagði Sindri Björnsson, leikmaður Leiknis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner