Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   fös 17. maí 2019 23:10
Sævar Ólafsson
Rafn Markús: Liðsheildin skóp þetta í dag
Virkilega sterkur sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum ánægður með stigin þrjú á Leiknisvellinum í kvöld. Lærisveinar hans voru skipulagðir og stóðust áganga Leiknismenn í síðari hálfleik.
"Virkilega sterkur sigur – við vorum bara öflugir, sérstaklega í fyrri hálfleik og skorum náttúrulega tvö mörk, frábær mörk."

"Við náttúrulega erum þéttir og verjumst þéttir sem lið – hvort sem það er framarlega eða aftarlega og vinnum þetta saman, leggjum mikið upp úr liðsheild. Liðsheildin skóp þetta í dag – þennan sigur."

Leiknismenn voru aðgangsharðir í síðari hálfleik þar sem Njarðvíkingar þurftu að verjast ótt og títt hverju áhlaupinu á fætur öðru.
"Auðvitað fá Leiknismenn fullt af færum þarna í lokin og hefðu getað sett mark fyrir vítið raunverulega.En það eru þrjú stig sem fara með okkur heim.
Þetta þróaðist bara þannig – Leiknisliðið er náttúrlega mjög vel spilandi lið og kannski ólíkt normal Leiknisliði að mínu viti. Þeir eru mjög vel spilandi núna og gerðu það bara mjög vel."


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

Njarðvíkingar misstu einn sinn besta mann í Robert Blakala sem varði mark þeirra í fyrra með góðum orðstír. Njarðvíkingar ákváðu að setja traust sitt á hinn unga Brynjar Atla sem átti svo sannarlega góðan dag í dag
"Brynjar var frábær í dag – svo erum við líka komnir með Jökul og það styrkir okkur samkeppni og annað og það er náttúrulega mikilvægt fyrir okkur."

Njarðvíkingar finna sig með 6 stig af 9 mögulegum. Svo segja má að byrjunin sé góð sé tekið mið af annars strembnu prógrammi. Framhaldið er svo einnig spennandi fyrir Njarðvíkinga.
"Framhaldið eru nágrannaslagir. Tveir leikið við Keflavík á næstu dögum og það er bara spennandi og svo er það Fjölnir eftir það."

"Við erum náttúrulega bara sáttir við það og viljum ná því grunnmarkmiði að vera ídeildina á næsta ári. Það er okkar grunnmarkmið og svo getum við stefnt ofar. Enduðum í sjötta í fyrra og ef við spilum sem lið og bætum okkur þá erum við í góðum málum."

Athugasemdir
banner
banner