Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 17. maí 2019 23:10
Sævar Ólafsson
Rafn Markús: Liðsheildin skóp þetta í dag
Virkilega sterkur sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum ánægður með stigin þrjú á Leiknisvellinum í kvöld. Lærisveinar hans voru skipulagðir og stóðust áganga Leiknismenn í síðari hálfleik.
"Virkilega sterkur sigur – við vorum bara öflugir, sérstaklega í fyrri hálfleik og skorum náttúrulega tvö mörk, frábær mörk."

"Við náttúrulega erum þéttir og verjumst þéttir sem lið – hvort sem það er framarlega eða aftarlega og vinnum þetta saman, leggjum mikið upp úr liðsheild. Liðsheildin skóp þetta í dag – þennan sigur."

Leiknismenn voru aðgangsharðir í síðari hálfleik þar sem Njarðvíkingar þurftu að verjast ótt og títt hverju áhlaupinu á fætur öðru.
"Auðvitað fá Leiknismenn fullt af færum þarna í lokin og hefðu getað sett mark fyrir vítið raunverulega.En það eru þrjú stig sem fara með okkur heim.
Þetta þróaðist bara þannig – Leiknisliðið er náttúrlega mjög vel spilandi lið og kannski ólíkt normal Leiknisliði að mínu viti. Þeir eru mjög vel spilandi núna og gerðu það bara mjög vel."


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

Njarðvíkingar misstu einn sinn besta mann í Robert Blakala sem varði mark þeirra í fyrra með góðum orðstír. Njarðvíkingar ákváðu að setja traust sitt á hinn unga Brynjar Atla sem átti svo sannarlega góðan dag í dag
"Brynjar var frábær í dag – svo erum við líka komnir með Jökul og það styrkir okkur samkeppni og annað og það er náttúrulega mikilvægt fyrir okkur."

Njarðvíkingar finna sig með 6 stig af 9 mögulegum. Svo segja má að byrjunin sé góð sé tekið mið af annars strembnu prógrammi. Framhaldið er svo einnig spennandi fyrir Njarðvíkinga.
"Framhaldið eru nágrannaslagir. Tveir leikið við Keflavík á næstu dögum og það er bara spennandi og svo er það Fjölnir eftir það."

"Við erum náttúrulega bara sáttir við það og viljum ná því grunnmarkmiði að vera ídeildina á næsta ári. Það er okkar grunnmarkmið og svo getum við stefnt ofar. Enduðum í sjötta í fyrra og ef við spilum sem lið og bætum okkur þá erum við í góðum málum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner