Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. maí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Doddi gerir sér grein fyrir af hverju hann er að nýta tækifærin"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason hefur verið mjög öflugur milli stanganna hjá Víkingi í upphafi Íslandsmótsins. Doddi hefur haldið hreinu í tvígang og var auk þess með betri mönnum vallarins gegn ÍA í 2. umferð.

Ingvar Jónsson var aðalmarkvörður í fyrra en hann glímir þessa stundina við meiðsli. Á 70. mínútu átti Doddi frábæra vörslu gegn Thomas Mikkelsen.

„DAUÐAFÆRI!!! Gísli Eyjólfsson þræðir Thomas Mikkelsen í gegn og Mikkelsen kemst einn gegn Dodda Inga í markinu og Doddi ver stórkostlega frá Mikkelsen. Þarna verður Mikkelsen að skora!!" skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson í textalýsingu frá leiknum.

„Doddi Inga frábær í dag, það hlýtur að vera erfitt fyrir Ingvar að komast inn í liðið þegar hann verður heill heilsu?" spurði Arnar Laufdal, fréttaritari Fótbolta.net í gærkvöldi. Viðmælandinn var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 3-0 sigur gegn Breiðabliki.

„Já, ef þú spilar vel... Ingvar þekkir leikinn, það er frábært þegar við fáum Ingvar til baka líka."

„Doddi er bara búinn að standa sig hrikalega vel frá því hann kom inn í liðið. Í stöðunni 1-0 átti hann þvílíka vörslu sem hélt okkur inn í leiknum. Hann er að nýta tækifærið og er að gera sér grein fyrir af hverju hann er að nýta þessi tækifæri," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Arnar Laufdal Arnarsson eftir leikinn gegn Breiðabliki í gær.

„Hann er að vinna mjög vel á æfingasvæðin og leggur líf sitt og sál í þetta. Ég get ekki verið stoltari af honum," sagði Arnar.

Það styttist í að Ingvar Jónsson verði klár eftir meiðsli en næsti leikur Víkings er gegn KA á föstudag.

Sjá einnig:
„Gamli góði Doddi sem var með okkur 2019"
Þórður Inga orðinn aðalmarkvörður Víkinga?
Arnar: Eitt það besta sem liðið hefur sýnt undir minni stjórn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner