Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. maí 2022 15:00
Innkastið
„Hjálpar ekki að vörnin hefur verið sama og hræðileg fyrir framan hann"
Úr leik Víkings og Breiðabliks í gær.
Úr leik Víkings og Breiðabliks í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðað við erfiða byrjun á tímabilinu hefur Víkingum alls ekki tekist að fylla skörð sem lykilmenn skildu eftir sig. Leikmenn hafa verið langt frá sínu besta og ríkjandi Íslandsmeistarar eru í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa leikið leik meira en flest liðin.

Markvörðurinn Ingvar Jónsson hefur fengið talsverða gagnrýni en hann hefur verið ólíkur sjálfum sér í markinu.

„Ég var álitsgjafi í grein á Vísi fyrir mót og sagði að hann væri ekki besti heldur langbesti markvörðurinn í þessari deild. En það hefur eitthvað komið fyrir, það hefur eitthvað farið úr sambandi og það er leiðinlegt að sjá," segir Tómas Þór Þórðarson, stuðningsmaður Víkings, í Innkastinu.

„Það hjálpar ekki að vörnin hefur verið sama og hræðileg fyrir framan hann. Við söknum Atla Barkarsonar nánast eins mikið og Kára og Sölva. Það er skipt um þrjá af fjórum í varnarlínu og það virtist duga á undirbúningstímabilinu en ekki þegar tjaldið er dregið frá. Þeir ráða ekkert við þetta."

Sæbjörn Steinke sagði frá því í þættinum að það væri saga um að Sölvi Geir Ottesen, sem er í þjálfarateyminu, væri að æfa með Víkingsliðinu.

„Ef hann á hálftíma eða 40 mínútur í sér er hann pottþétt að reyna að tjakka upp tempóið og grimmdina á æfingum, reyna að tækla menn í brisið. Ég skil ekki hvað Oliver Ekroth gerir, hann átti eitt alvöru návígi í gær þar sem hann var drullusterkur og nýtti allan sinn styrk en svo er ekki annað. Ég er enn grenjandi úr hlátri að Framarar héldu að Kyle McLagan væri besti miðvörður á Íslandi," segir Tómas.

Víkingar fengu sænska miðvörðinn Oliver Ekroth og Bandaríkjamanninn Kyle McLagan frá Fram fyrir mót til að fylla upp í vörnina en það hefur ekki gengið að óskum.
Innkastið - Enginn á séns í Blika og fallfnykur í Breiðholti og Eyjum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner