Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. ágúst 2022 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ríkasti maður Bretlands klár í að fjárfesta í Man Utd
Mynd: EPA

Það er mikil óánægja með eigendur Manchester United og það hefur ekki minnkað eftir slaka byrjun liðsins í deildinni í ár.


Michael Knighton fjárfesti í félaginu árið 1989 en seldi það síðan þremur árum síðar, hann hefur sagt frá áhuga sínum að fjárfesta aftur í félaginu.

Sir Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, var einn þeirra sem reyndi að kaupa Chelsea þegar Abramovich neyddist til að selja félagið. Hann hefur einnig áhuga á því að fjárfesta í Manchester United.

„Ef félagið er til sölu hefur Jim klárlega áhuga á að fjárfesta í félaginu," sagði talsmaður Ratcliffe í samtali við The Times.


Athugasemdir
banner
banner
banner