
"Við getum sjálfum okku um kennt. Við bara mættum ekki nógu vel stemmdir til leiks og slæmi kaflinn í fyrri hálfleik kostaði okkur," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-1 tap gegn Fjölni í dag.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 2 Fjölnir
"Þrátt fyrir ágætis bardaga í seinni hálfleik var það þessi kafli í fyrri hálfleik sem varð okkur að falli."
Bjarni segir ljóst að liðið sé komið aftur í fallbaráttuna. "Við erum á bólakafi í fallbaráttu. Það er grjóthörð barátta framundan og við verðum bara að sækja stigin í einhverjum öðrum leikjum."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir