
HK fékk Grindavík í heimsókn fyrr í dag. Leikurinn endaði með hádramatísku 3-3 jafntefli eftir stórskemmtilegan leik. Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks, en hann mætti engu að síður í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: HK 3 - 3 Grindavík
„Það var bara eitt lið á vellinum, þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur. Sanngjörn úrslit hefðu átt að vera 6,7-0 í raun og veru. Við vorum frábærir, gjörsamlega frábærir hér í dag. Þetta var fótboltaveisla, eina sem vantaði voru mörkin."
„Þetta eru fáranleg úrslit, fáránleg úrslit. Yfirburðirnir voru svakalegir, þetta var extraordinary football."
Hermann fékk að líta rauða spjaldið í kjölfar þess að Aron Kristófer Lárusson, leikmaður HK, reif leikmann Grindavíkur niður og fékk rautt spjald.
„Ég veit að þetta var brot, hugsanlega gult. En í raun og veru ertu að refsa okkur í næsta leik, hann fer í leikbann. Ég segi; Djöfulsins drasl er þetta. Það er orðið rautt spjald, það var allur æsingurinn í mér. Ég er mjög ósáttur með þetta rauða spjald, þetta er alveg galið rautt, hvert erum við komin?"
Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 17 | 10 | 7 | 0 | 40 - 16 | +24 | 37 |
2. Þór | 18 | 11 | 3 | 4 | 42 - 25 | +17 | 36 |
3. ÍR | 18 | 9 | 6 | 3 | 31 - 19 | +12 | 33 |
4. Þróttur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 33 - 26 | +7 | 32 |
5. HK | 18 | 9 | 4 | 5 | 32 - 24 | +8 | 31 |
6. Keflavík | 18 | 8 | 4 | 6 | 38 - 31 | +7 | 28 |
7. Völsungur | 18 | 5 | 4 | 9 | 30 - 40 | -10 | 19 |
8. Grindavík | 18 | 5 | 3 | 10 | 35 - 51 | -16 | 18 |
9. Selfoss | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 34 | -14 | 16 |
10. Leiknir R. | 18 | 4 | 4 | 10 | 18 - 35 | -17 | 16 |
11. Fjölnir | 18 | 3 | 6 | 9 | 28 - 42 | -14 | 15 |
12. Fylkir | 18 | 3 | 5 | 10 | 25 - 29 | -4 | 14 |
Athugasemdir