Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sessegnon gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Tottenham í byrjun nóvember
Ryan Sessegnon var keyptur til Tottenham í sumar
Ryan Sessegnon var keyptur til Tottenham í sumar
Mynd: Getty Images
Enski vængmaðurinn Ryan Sessegnon gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Tottenham í byrjun nóvember en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði.

Sessegnon, sem er fæddur árið 2000, kom til Tottenham frá Fulham í sumar fyrir 25 milljónir punda en hann var þá fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að skora í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði fyrir Fulham á síðustu leiktíð.

Hann hefur ekki enn spilað fyrir aðallið Tottenham en meiðsli í nára hafa verið að aftra honum síðustu mánuði.

Sessegnon er þó byrjaður að æfa aftur með aðalliðinu og mun hann spila með U23 ára liðinu á næstu dögum og spilar því fastlega fyrsta leik sinn fyrir aðalliðið í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner