Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. október 2020 23:30
Victor Pálsson
„Ekki sami Özil og vann með Wenger"
Mynd: Getty Images
Martin Keown, goðsögn Arsenal, segir að hugarfar Mesut Özil hafi breyst eftir að Arsene Wenger yfirgaf félagið.

Özil er engan veginn byrjunarliðsmaður Arsenal í dag og fær ekki bekkjarsetu undir stjórn Mikel Arteta.

Að mati Keown líður Özil mögulega of þægilega en hann fékk nýjan samning áður en Wenger yfirgaf liðið 2018.

„Ég hefði ekki búist við að Wenger myndi tala gegn honum. Ef ég horfi til baka þá skrifaði hann undir nýjan samning áður en Wenger fór," sagði Keown.

„Ég tel að þetta sé ekki sami Özil og skrifaði undir á þeim tímapunkti. Kannski líður honum of þægilega eftir að hafa skrifað undir."

„Hvort sem honum líkar það eða ekki þá er tölfræðin ekki sú sama og hún var. Þetta er annar leikmaður en Arsene Wenger var með."

Athugasemdir
banner
banner