PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   fös 17. október 2025 19:35
Elvar Geir Magnússon
Postecoglou kom sjálfum sér til varnar: Enda alltaf með bikar
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gífurleg pressa er á Ange Postecoglou sem er án sigurs eftir sjö leiki síðan hann tók við Nottingham Forest eftir að Nuno Espirito Santo var rekinn í síðasta mánuði.

Forest hefur verið að skoða sín mál og er Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, orðaður við Forest.

Forest tekur á móti Chelsea á morgun og á fréttamannafundi í dag hélt Postecoglou fimm mínútna ræðu þar sem hann kom sjálfum sér til varnar.

„Þegar ég tók við Tottenham sagði formaðurinn við mig að félagið þyrfti að vinna bikar. Við unnum bikar (Evrópudeildina) en eina sem er talað um er að við enduðum í sautjánda sæti. Ef þið horfið bara á þá staðreyndi þá getið þið sagt að ég sé misheppnaður stjóri sem er heppinn að fá annað tækifæri," segir Postecoglou.

„En ef ég þarf að útskýra af hverju við enduðum í sautjánda sæti þá þarf bara að horfa á liðið sem ég stillt upp í síðustu fimm eða sex leikjunum og skoða hvar áherslan var. Hverjir voru á bekknum og hverjir spiluðu. Fyrir síðasta leikinn þá voru leikmenn úti að skemmta sér í tvo daga. Það var eitthvað sem ég leyfði því mér fannst þeir eiga það skilið."

„Ég lít á sjálfan mig sem sigurvegara. Hjá öllum mínum fyrrum félögum hefur þetta endað eins: Ég með bikar."

Postecoglou stýrði Tottenham til sigurs í Evrópudeildinni í maí en það var fyrsti bikar Tottenham í sautján ár og fyrsti Evróputitill í 41 ár.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner