Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Úr 5 þúsund í 38 þúsund áhorfendur
Arsenal vann Tottenham.
Arsenal vann Tottenham.
Mynd: Getty Images
Nýtt áhorfendamet var sett á leiknum.
Nýtt áhorfendamet var sett á leiknum.
Mynd: Getty Images
Maren Mjelde skoraði sigurmark Chelsea.
Maren Mjelde skoraði sigurmark Chelsea.
Mynd: Getty Images
Everton vann Liverpool á Anfield.
Everton vann Liverpool á Anfield.
Mynd: Getty Images
Lucy Graham fagnar marki sínu.
Lucy Graham fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Rakel Hönnudóttir er á mála hjá Reading.
Rakel Hönnudóttir er á mála hjá Reading.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhorfendamet var sett í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Heil umferð fór fram á þessum sunnudegi.

Tottenham og Arsenal áttust við og er það í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í Norður-Lundúnaslag í úrvalsdeild kvenna á Englandi.

Leikurinn fór fram á Tottenham Hotspur-leikvanginum fyrir framan 38 þúsund manns, nánar tiltekið 38.262. Það er nýtt áhorfendamet og bætir met sem var sett fyrr á tímabilinu þegar 31.213 sáu Manchester-slaginn á Etihad-vellinum.

Kvennafótboltinn á Englandi fer mjög vaxandi, en fyrir þetta tímabil var áhorfendametið 5.265 áhorfendur að því er kemur fram á BBC.

Það var Arsenal sem stóð uppi sem sigurvegari í leiknum, 2-0. Kim Little kom Arsenal yfir á 66. mínútu og hollenska markamaskínan Vivianne Miedema bætti við öðru marki á 82. mínútu.

Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar með 15 stig. Fyrir ofan eru Manchester City, einnig með 15 stig, og Chelsea með 16 stig.

Chelsea lagði Manchester United að velli í dag. Hin norska Maren Mjelde skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum.

María Þórisdóttir er meidd og lék því ekki með Chelsea í leiknum.

Manchester United, sem eru nýliðar í deildinni, eru í fimmta sæti með níu stig.

Ekki eini nágrannaslagur dagsins
Leikur Tottenham og Arsenal var ekki eini nágrannaslagur dagsins því Everton og Liverpool áttust einnig við. Leikurinn fór fram á Anfield fyrir framan 23.500 áhorfendur.

Það var Everton sem hafði betur í baráttunni í Bítlaborginni. Eitt mark skildi liðin að, og það skoraði Lucy Graham undir lok fyrri hálfleiks.

Liverpool er á botni deildarinnar, Everton er í fjórða sæti með 12 stig. Gengi liðanna ekki líkt því sem er í gangi í úrvalsdeild karla. Liverpool er þar á toppnum með átta stiga forystu og Everton í neðri hlutanum.

Rakel Hönnudóttir ekki með Reading
Rakel Hönnudóttir lék ekki með Reading er liðið kastaði frá tveggja marka forystu gegn Bristol City. Rakel var ekki í leikmannahópi Reading.

Reading komst í 3-1 snemma í seinni hálfleik, en Bristol sýndi karakter og náði að jafna leikinn. Jöfnunarmarkið kom á 83. mínútu.

Reading er í sjöunda sæti og er Bristol City í 11. sæti af 12 liðum.

Á þessu tímabili hefur Rakel komið við sögu í fjórum af fimm deildarleikjunum til þessa. Hún hefur komið inn á sem varamaður í öllum leikjunum sem hún hefur spilað.

Úrslit dagsins:
Man City 5 - 0 West Ham
Brighton 3 - 0 Birmingham
Chelsea 1 - 0 Man Utd
Reading 3 - 3 Bristol City
Liverpool 0 - 1 Everton
Tottenham 0 - 2 Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner