
Mateo Kovacic og Hakim Ziyech eru liðsfélagar hjá Chelsea en þeir mættust í bronsleik heimsmeistaramótsins í Katar í dag.
Þeir áttu báðir góðan leik en að lokum voru það Króatar sem höfðu betur þökk sé gullfallegu sigurmarki Mislav Orsic.
Kovacic svaraði spurningum að leikslokum og nýtti tækifærið til að hrósa Ziyech.
„Hakim Ziyech er frábær leikmaður. Samherjar okkar hjá Chelsea veðjuðu að ég og Ziyech myndum detta fyrstir út af HM en ég er stoltur að við náðum báðir svona langt," sagði Kovacic.
Ensku landsliðsmennirnir Raheem Sterling og Mason Mount eru meðal liðsfélaga þeirra hjá Chelsea en þeir duttu út gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum. Þá eru landsliðsmenn frá Spáni, Þýskalandi og Brasilíu í leikmannahópi Chelsea en Spánverjar töpuðu gegn Marokkó á meðan Brasilía var slegið út af Króatíu í vítaspyrnukeppni. Þjóðverjar komust ekki upp úr riðli.