Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   lau 17. desember 2022 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Toney skoraði frá miðju

Ivan Toney var í byrjunarliði Brentford sem tók á móti Wolfsburg í æfingaleik í dag.


Gestirnir frá Þýskalandi tóku forystuna snemma leiks en Bryan Mbeumo jafnaði áður en Toney kom Brentford yfir með glæsilegu marki.

Toney fékk boltann við miðjulínuna og sá að markvörðurinn var ekki á sínum stað. Hann var snöggur að athafna sig og tókst að leggja boltann snyrtilega í hornið þar sem Niklas Klinger náði ekki til.

Stórbrotið mark frá miðjulínunni og klárt mál að Toney er tilbúinn í enska boltann þegar hann fer aftur af stað.


Athugasemdir