Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   þri 18. febrúar 2020 11:51
Elvar Geir Magnússon
Son handarbrotnaði - Missir af mikilvægum leikjum
Tottenham hefur staðfest að Son Heung-min missi af mikilvægum leikjum eftir að hafa handarbrotnað.

Son varð fyrir meiðslunum í 3-2 sigrinum gegn Aston Villa en þau öftruðu honum ekki frá því að skora tvívegis í leiknum, þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma.

Eftir að hafa ferðast til London á sunnudaginn fór hann í myndatöku á hægri olnboga.

Ljóst er að hann þarf að fara í aðgerð og verður frá næstu vikurnar. The Athletic telur að það taki um sex til átta vikur að jafna sig.

Son missir af mikilvægum leikjum í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni og í FA-bikarnum.

Þetta er mikið áfall fyrir Tottenham en Son er lykilmaður liðsins og hefur verið funheitur að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner