Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   lau 18. mars 2023 17:45
Brynjar Ingi Erluson
U17 kvenna: Sex marka sigur á Lúxemborg
Mynd: KSÍ
U17 Lúxemborg 0 - 6 U17 Ísland
0-1 Margrét Brynja Kristinsdóttir ('31 )
0-2 Berglind Freyja Hlynsdóttir ('45 )
0-3 Berglind Freyja Hlynsdóttir ('46 )
0-4 Margrét Brynja Kristinsdóttir ('53 )
0-5 Berglind Freyja Hlynsdóttir ('55 )
0-6 Sofia Borruso ('74, sjálfsmark )

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri gjörsigraði Lúxemborg, 6-0 í Tírana í Albaníu í dag í seinni umferðinni fyrir undankeppni Evrópumótsins. Liðið getur komið sér í A-deild fyrir fyrri umferð í næstu undankeppni með því að ná í stig gegn Albaníu á þriðjudag.

Berglind Freyja Hlynsdóttir úr FH skoraði þrennu á tæpum tíu mínútum.

Margrét Brynja Kristinsdóttir skoraði fyrsta markið á 31. mínútu áður en Berglind Freyja skoraði undir lok fyrri hálfleiks. Hún gerði annað mark sitt strax í upphafi þess síðari áður en Margrét bætti við fjórða markinu á 53. mínútu.

Berglind fullkomnaði þrennu sína á 55. mínútu áður en Sofia Borruso gerði sjálfsmark þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum og lokatölur 6-0.

Ísland er komið með 3 stig og getur tryggt efsta sætið með því að ná í stig gegn Albaníu á þriðjudag. Það kemur liðinu í A-deild fyrir næstu undankeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner