Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. apríl 2021 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yfirlýsing úrvalsdeildarinnar: Fordæmum það sem getur skaðað fótboltann
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona og Florentino Perez
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona og Florentino Perez
Mynd: EPA
Í kvöld á að tilkynna um nýja evrópska Ofurdeild. Florentino Perez, forseti Real Madrid, á að vera stjórnarformaður deildarinnar. John W. Henry hjá Liverpool, Joel Glazer hjá Manchester United og Stan Kroenke hjá Arsenal verða honum til aðstoðar.

Ofurdeildin kemur til með að ógna tilvist Meistaradeildar Evrópu. Mörg stór vandamál standa þó í vegi fyrir þessari áætlun og eitt af þeim er sú staðreynd að FC Bayern og PSG eru sögð hafa lítinn áhuga á þessari hugmynd.

Enska úrvalsdeildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna stöðu mála.

„Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem ráðast á meginreglurnar um opna samkeppni og íþróttaverðleika sem eru kjarninn í innlendum og evrópskum fótboltapíramída."

„Aðdáendur hvaða klúbbs sem er í Englandi og víðar í Evrópu geta sem stendur dreymt um að lið þeirra geti klifrað á toppinn og leikið gegn þeim bestu. Við teljum að hugmyndin um ofurdeild Evrópu muni eyðileggja þennan draum."

Úrvalsdeildin er stolt af því að standa fyrir samkeppnishæfri og knýjandi knattspyrnukeppni sem hefur gert hana að þeirri deild sem mest horft er á í heiminum. Árangur okkar hefur gert okkur kleift að leggja fram fjárframlag sem þekkist ekki annars staðar til innlenda fótboltapíramídans.

Evrópsk ofurdeild mun grafa undan því hversu heillandi leikurinn er og hafa mjög skaðleg áhrif á nánustu framtíðarhorfur úrvalsdeildarinnar, aðildarfélaga hennar og allra þeirra í fótbolta sem reiða sig á fjármögnun okkar og samstöðu til að dafna.

Við munum vinna með aðdáendum, FA, EFL, PFA og LMA, sem og öðrum hagsmunaaðilum, heima og erlendis, til að verja heilindi og framtíðarhorfur enska boltans í þágu leiksins."

Athugasemdir
banner
banner
banner