

Caroline er fyndin en fannst líklega ekki fyndið þegar Kristrún hreinsaði í hana og boltinn fór í eigið net.
Kristrún Ýr er varnarmaður sem hefur allan sinn feril leikið með Keflavík. Hún á að baki 202 KSÍ leiki og tók við fyrirliðabandinu hjá liðinu fyrir síðasta tímabil.
Hún er mikilvægur hluti af liði Keflavíkur, skoraði eitt mark í sautján deildarleikjum í fyrra og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu þvert á allar spár. Í dag sýnir Kristrún á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 8. sæti
Hún er mikilvægur hluti af liði Keflavíkur, skoraði eitt mark í sautján deildarleikjum í fyrra og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu þvert á allar spár. Í dag sýnir Kristrún á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 8. sæti
Fullt nafn: Kristrún Ýr Holm
Gælunafn: Örugglega bara Kris
Aldur: 27
Hjúskaparstaða: Á föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2011 móti Álftanesi.
Uppáhalds drykkur: Kaffikona
Uppáhalds matsölustaður: Wok on er gott
Hvernig bíl áttu: VW Golf
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones
Uppáhalds tónlistarmaður: The Weeknd
Uppáhalds hlaðvarp: Morðkastið
Fyndnasti Íslendingurinn: Get alltaf hlegið af Steinda jr
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: DHL – greiðsluseðill fyrir sendingu er í heimabanka… Var að panta skó
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Úff þetta er erfitt.. örugglega bara Tindastól því það er svo langt í burtu
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Að sjálfsögðu Sveindís Jane Jónsdóttir
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég get ekki gert upp á milli þeirra. Hef lært mikið frá hverjum og einum
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Natasha Mora Anasi því hún er óþolandi góð. Söknum hennar <3
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Mér fannst Hólmfríður Magnúsdóttir geggjuð
Sætasti sigurinn: Leikurinn sem við unnum til að komast upp árið 2020 var sætur
Mestu vonbrigðin: Að falla úr efstu deild 2019
Uppáhalds lið í enska: Ég er lúmsk City kona
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Katla Tryggvadóttir er að heilla mikið
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Katla Tryggvadóttir
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Matthías Vilhjálmsson í Víking er afskaplega myndarlegur maður
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Dröfn Einarsdóttir er bjútífúl
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Linli Tu hehe
Uppáhalds staður á Íslandi: Í gamla daga var það Þjórsárdalurinn en hef ekki farið þangað lengi
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Örugglega bara þegar einn leikmaður þurfti að fá nýja treyju eftir að hún rifnaði eftir peysutog
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég þykist ekki vera hjátrúarfull en ég þarf alltaf að fara síðust úr klefanum og bláar neglur hafa líka hjálpað mikið
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist af og til með Körfunni
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Einhverjum nike, rosa flottir allavega
Í hverju varstu/ertu lélegust í skóla: Öllu sem tengist fjármálum :/
Vandræðalegasta augnablik: Frekar vandræðalegt þegar ég ætlaði að hreinsa fyrirgjöf inn í og hann fer í Caroline og inn í okkar eigið net. Í sama leik þá ver Sam markmaður boltann í mig og inn.. annað sjálfsmark. En ég skoraði líka fyrir Kef en má segja að ég hafi komið að þremur mörkum í þessum leik. Tvö fyrir andstæðinginn og eitt fyrir okkur. Geri aðrir betur…..
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi taka Ástrós Lind Þórðardóttur með því hún er street smart, Caroline VanSlambrouck því hún er fyndin og kann að prjóna og Veru Varis því hún er mjög gáfuð.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Kann að leysa Rubiks cube – lame
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: LinLi Tu. Hún hugsar ekki áður en hún segir hlutina, getur verið óheppilegt en stundum fyndið
Hverju laugstu síðast: Úff ég veit það ekki, ég lýg svo sjaldan haha
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Spyrja OJ, did you do it?

Vera er mjög gáfuð.
Athugasemdir