Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
mánudagur 22. apríl
Besta-deild kvenna
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 19. apríl
Super League - Women
Brighton W 1 - 2 Everton W
Division 1 - Women
Paris W 0 - 1 Saint-Etienne W
Bundesligan
Eintracht Frankfurt 3 - 1 Augsburg
Bundesliga - Women
RB Leipzig W 1 - 0 Bayer W
Serie A
Cagliari 2 - 2 Juventus
Genoa 0 - 1 Lazio
Toppserien - Women
Lyn W 1 - 0 Lillestrom W
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar 2 - 0 Fakel
La Liga
Athletic 1 - 1 Granada CF
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W 2 - 2 Djurgarden W
Elitettan - Women
Umea W 1 - 0 Sunnana W
þri 18.apr 2023 19:05 Mynd: Hrefna Morthens
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 8. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík muni enda í áttunda Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Keflavík endaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar í fyrra og mun gera það aftur í ár ef spáin rætist.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Keflavík, 22 stig
9. Tindastóll, 20 stig
10. FH, 18 stig

Um liðið: Keflavík kom aftur upp í Bestu deildina sumarið og hefur náð að halda sér uppi undanfarin tvö tímabil. Keflvíkingar hafa eignað sér áttunda sætið en núna hlýtur liðið að fara að stefna hærra en það. Það er kominn nýr þjálfari í brúnna og leikmannahópurinn hefur breyst ágætlega. Liðinu er spáð fallbaráttu en metnaðurinn hlýtur að vera meiri en það.


Keflavík fagnar marki á síðustu leiktíð.

Þjálfarinn - Jonathan Glenn: Hefur verið lengi á Íslandi en hann kom hingað fyrst til lands fyrir tæpum tíu árum sem leikmaður. Hann byrjaði að þjálfa fyrir nokkrum árum og í fyrra tók hann að sér sitt fyrsta starf í meistaraflokki. Hann gerði fína hluti með ÍBV og endaði liðið í sjötta sæti undir hans stjórn. Hann fékk þó að taka pokann sinn eftir tímabil í Eyjum og tók við Keflavík. Glenn er spennandi þjálfari og það verður athyglisvert að fylgjast með honum í Keflavík. Hann fékk Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur sér til aðstoðar og það er sterkt.


Glenn hér til vinstri.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Aníta Lísa fer yfir það helsta hjá liði Keflavíkur.


Aníta Lísa og Óskar.

Styrkleikar: Eru með þéttan og góðan kjarna í heimastelpum og eru eitt af baráttumestu liðum deildarinnar. Mæta alltaf með mikinn kraft í leiki og spila fast. Þjálfarateymið er hrikalega gott og verður klárlega einn af þeirra helstu styrkleikum í sumar. Glenn með sínu skipulagi og reynslan í Guðrúnu Jónu getur komið þeim ansi langt.

„Eru eitt af baráttumestu liðum deildarinnar."

Veikleikar: Eins mikið og nýtt þjálfarateymi er styrkleiki fyrir liðið þá getur það líka verið veikleiki. Keflavík var með Gunnar Magnús Jónsson í brúnni í heil sjö tímabil og því stór spurning hvernig liðið bregst við nýjum áherslum og þeim breytingum sem fylgja með nýjum þjálfara. Voru með einn besta markmann deildarinnar í fyrra í Samönthu og það virðist vera eins og nýr markmaður nái ekki alveg að fylla í það skarð. Mjög vont ef svo er en vonum það besta.


Samantha Leshnak Murphy fór til Svíþjóðar.

Spurningarnar: Nær nýtt þjálfarateymi að framkalla baráttuna og Keflavíkurhjartað sem hefur einkennt liðið síðustu ár? Verða þær með jafn öflugan markmann og í fyrra? Mun Linli Tu raða inn mörkum í Bestu deildinni?

Þrír lykilmenn: Caroline Slambrouck er mikilvægur hlekkur í vörninni hjá þeim. Fljótur leikmaður, með góða löpp og góðan leikskilning. Kristrún Ýr Holm, fyrirliði liðsins, er einn af máttarstólpunum. Er með mikla reynslu og rífur þær áfram á baráttunni og Keflavíkurhjartanu. Linli Tu er sóknarmaður sem var stórkostleg í Lengjudeildinni í fyrra. Verður gaman að fylgjast með henni í deild þeirra bestu og ef hún er í stuði þá mun hún hjálpa Keflavíkur liðinu rosalega mikið.

„Rífur þær áfram á baráttunni og Keflavíkurhjartanu."


Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Elfa Karen Magnúsdóttir er ungur og efnilegur leikmaður fædd 2005 sem verður gaman að fylgjast með í sumar. Er kröftugur og fljótur leikmaður með fína boltatækni. Hefur verið að fá hlutverk í undirbúningsleikjunum og verið að skora.


Úr leik hjá Keflavík á undirbúningstímabilinu.

Völlurinn: HS Orku völlurinn. Einn af fimm grasvöllum í deildinni. Keflvíkingar þurfa að fá stuðningsmenn með sér og búa til stemningu en þá gæti myndast sterkt vígi þarna. Heimavöllurinn skilaði Keflavík aðeins sex stigum í fyrra og hann verður að gefa meira í ár.


Frá HS Orku vellinum.

Komnar
Eva Lind Daníelsdóttir frá Grindavík
Linli Tu frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni
Madison Wolfbauer frá ÍBV
Sandra Voitane frá ÍBV
Vera Varis frá Finnlandi
Ástrós Lind Þórðardóttir frá ÍR (var á láni)
Þórhildur Ólafsdóttir frá ÍBV
Mikaela Nótt Pétursdóttir frá Breiðabliki (á láni)
Júlía Ruth Thasaphong frá Grindavík

Farnar
Ana Paula Santos Silva til Finnlands
Samantha Leshnak Murphy til Piteå
Jóhanna Lind Stefánsdóttir í Víking
Elín Helena Karlsdóttir í Breiðablik (var á láni)
Snædís María Jörundsdóttir í Stjörnuna (var á láni)


Linli Tu er mætt á svæðið.

Dómur Anítu fyrir gluggann: Þær missa frekar stóra pósta úr liðinu frá því á síðasta tímabili. Voru með einn besta markmann deildarinnar og svo var Ana Santos þeirra markahæsti leikmaður og hvorug þeirra verður með í ár. Á móti kemur þá eru sterkir leikmenn komnir inn og nafn eins og Linli Tu, sem var eftirsótt af flest öllum liðum á landinu sem og er erlendis, gera þennan glugga bara ansi fínan fyrir Keflavík. Ég gef þessu 7 í einkunn og hef trú á að nýju leikmennirnir muni standa sig vel.

Líklegt byrjunarlið:


Leikmannalisti:
1. Vera Varis (m)
2. Madison Elise Wolfbauer
3. Gyða Dröfn Davíðsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
7. Elfa Karen Magnúsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
9. Linli Tu
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm
12. Anna Arnarsdóttir (m)
13. Sandra Voitane
14. Alma Rós Magnúsdóttir
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
17. Júlía Ruth Thasaphong
18. Kristrún Blöndal
19. Þórhildur Ólafsdóttir
21. María Rán Ágústsdóttir
22. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
23. Watan Amal Fidudóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted

Fyrstu fimm leikir Keflavíkur:
25. apríl, Tindastóll - Keflavík (Sauðárkróksvöllur)
1. maí, Þór/KA - Keflavík (Greifavöllurinn)
9. maí, Keflavík - Breiðablik (HS Orku völlurinn)
16. maí, FH - Keflavík (Kaplakrikavöllur)
23. maí, Keflavík - Selfoss (HS Orku völlurinn)

Í besta falli og versta falli að mati Anítu: Ef allt gengur upp þá getur Keflavík komið okkur á óvart og náð í 5. eða 6. sætið. Þetta mót virðist ætla vera opið að því leyti að það er erfitt að spá í hvað gerist um miðja deild. Svo getur allt klikkað og þá er alveg möguleiki á því að Keflavík endi hreinlega í 10. sæti.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.
Athugasemdir
banner