mið 18. maí 2022 12:05
Elvar Geir Magnússon
Eyddi hommafóbískum skrifum eftir að liðsfélagi kom út úr skápnum
Marvin Ekpiteta, varnarmaður Blackpool.
Marvin Ekpiteta, varnarmaður Blackpool.
Mynd: Getty Images
Marvin Ekpiteta, 26 ára varnarmaður Blackpool, hefur beðist afsökunar á skrifum sínum á samfélagsmiðlum fyrir um tíu árum síðan.

Hann eyddi umræddum færslum sem voru með fordóma í garð samkynhneigðra eftir að liðsfélagi hans kom út úr skápnum á mánudaginn.

Hinn sautján ára gamli Jake Daniels er fyrsti samkynhneigði karlmaður sem spilar atvinnumannafótbolta í Bretlandi sem kemur út úr skápnum meðan hann spilar síðan Justin Fashanu árið 1990.

Eftir tilkynningu Daniels voru færslur frá Ekpiteta dregnar fram í sviðsljósið.

„Af öllu hjarta vil ég biðjast afsökunar á móðgandi og óviðeigandi orðalagi mínu. Sem fótboltamaður hef ég verið svo lánsamur að vinna með fólki af ólíkum gerðum. Í gegnum þetta ferli hef ég þróast og þroskast sem manneskja. Ég er stoltur af Jake og öllum sem tengjast Blackpool fyrir það sem er gríðarlega jákvætt fyrir fótboltann í heild," segir Ekpiteta.

„Ég skammast mín fyrir ummæli sem ég lét frá mér þegar ég var sautján ára gamall, fyrir næstum áratug. Þau endurspegla ekki á nokkurn hátt gildi mín eða skoðanir sem ég hef núna sem persóna eða sem liðsfélagi. Í fótbolta eiga allir að vera frjálsir til að vera þeir sjálfir og ég tek fulla ábyrgð á skrifum mínum sem ýjuðu að öðru. Ég tek ábyrgð og sé eftir þeim."


Jake Daniels
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner