Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
banner
   lau 18. maí 2024 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea búið að ná samkomulagi um kaupverð fyrir Estevao
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Chelsea sé búið að ná samkomulagi við brasilíska félagið Palmeiras um kaupverð fyrir táninginn efnilega Estevao Willian.

Estevao er 17 ára gamall og mun ekki ganga til liðs við Chelsea fyrr en sumarið 2025, þegar hann verður orðinn 18 ára.

FC Bayern og fleiri stórveldi höfðu áhuga á Estevao, en hann er búinn að velja Chelsea. Enska félagið greiðir 29 milljónir punda fyrir leikmanninn en sú upphæð getur hækkað umtalsvert með árangurstengdum aukagreiðslum.

Estevao er afar hæfileikaríkur kantmaður sem er oft líkt við argentínsku goðsögnina Lionel Messi og er því kallaður gælunafninu 'Messinho'.
Athugasemdir
banner
banner
banner