Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 18. júlí 2022 22:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Spurður út í skiptinguna á Söru - „Maður gerir stundum tómar vitleysur"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það vakti athygli - þegar þreföld breyting var gerð á íslenska liðinu á sextugustu mínútu gegn Frakklandi í kvöld - að fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ein þeirra sem tekin var af velli.

Sara hafði átt virkilega góðan leik inn á miðsvæðinu, sinn besta leik á Evrópumótinu. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var spurður út í þessa skiptingu á fréttamannafundi eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Var Sara alveg búin á því?

„Nei, hún sagði það reyndar ekki við mig. Mér fannst það og eins og ég hef alltaf sagt þá gerir maður stundum tómar vitleysur. Það er bara ákvörðun sem ég tók og ég þarf bara að standa og falla með henni," sagði Steini.

„Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það eru bara hlutir sem maður lærir af."

„Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér raunverulega mjög vel,"
sagði Steini.

Sjá einnig:
Einkunnagjöf Íslands: Besti leikur Söru á mótinu
Ákvað breytingarnar fyrir þremur dögum
Stoltur af liðinu - „Var með símann í vasanum"
Athugasemdir
banner