Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 18. júlí 2024 22:08
Haraldur Örn Haraldsson
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Norður-Makedónska liðið GFK Tikves. Breiðablik vann 3-1 og þar af leiðandi samtals 5-4 í einvíginu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Tikves

„Við gerðum þetta kannski full erfitt, bæði í útileiknum og hérna heima, en við erum áfram og það er það sem skiptir máli."

Það rigndi all svakalega fyrir leik og það var þar af leiðandi mjög blautt inn á vellinum í dag. Anton segir að honum og liðinu hafi þótt það henta þeim vel.

„Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld. Það er bara drauma fótbolta veður þegar það rignir bara beint niður og það er þokkalega heitt. Þannig það lagst bara mjög vel í okkur. Að fá á okkur mark þarna í byrjun var óþarfi af okkar hálfu, en við vorum rólegir. Við vissum að hér á Kópavogsvelli erum við vanir að geta þjarmað almennileg að þeim og skorað helling af mörkum, og skapa færi. Þannig að við panikkuðum ekkert, við héldum bara áfram. Við náðum að skora þjrú mörk og komast áfram."

Gestirnir fengu aukaspyrnu í uppbótartíma á upplögðum stað. Leikmaður þeirra skaut á markið og hitti boltan vel, Anton Ari var hinsvegar mættur og tók gríðarlega mikilvæga vörslu á ögurstundu.

„Það var bara ljómandi gott (að verja þetta), en bara ekki fagna of snemma því boltinn fór bara í horn. Þá þurfti bara að verjast þessu horni og sigla þessu heim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Anton nánar um leikinn og næsta andstæðing.


Athugasemdir
banner