Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 18. ágúst 2019 20:59
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns um rauða spjaldið: Fannst refsingin hörð
Óli var að vonum sáttur með sigurinn.
Óli var að vonum sáttur með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Sigurmark FH kom á 90. mínútu leiksins.

„Tilfinningin var geggjuð að sjá boltann í netinu. Það var búið að vera helvíti erfitt að brjóta þá niður, sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst Fylkir byrja betur og við svolítið passívir. Við náðum tökum á leiknum og sigldum inní seinni hálfleikinn þéttari og fastir fyrir og ég hafði áhyggjur að þetta væri svona stöngin út leikur en Brandur gerir frábærlega í báðum mörkunum." sagði Óli eftir leik en Brandur Olsen skoraði bæði mörk FH í leiknum.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Fylkir

Eins og Óli kom inná byrjuðu Fylkismenn leikinn betur og virkuðu FH-ingar bragðdaufir fyrstu 35 mínútur leiksins. Óli segir þreytu spila þar inní en FH lék bikarleik gegn KR í vikunni.

„Þetta er búið að vera mjög erfið vika. Valur á sunnudaginn og KR í bikarnum í vikunni. Það eru margir laskaðir og spiluðu seiglunni. Það var vitað fyrir þennan leik að Helgi myndi setja Fylkisliðið upp mjög vel og það var hætta á því að leikurinn yrði slow-motion."

Það myndaðist mikill hiti undir lok leiksins þegar að Morten Beck Guldsmed steig á andlit Ólafs Inga og uppskar rautt spjald fyrir vikið.

„Það er einhver þæfingur og klafs og hann (Morten Beck) reynir að stíga útfyrir. Ég sá ekki hvap gerist en Óli varð mjög reiður. Báðir eru þeir drengir góðir og ég held að Óli hafi ekki verið að skálda eitthvað og ekki að Morten ekki að reyna að fara í hann. Það var hasar og mér fannst refsingin hörð." sagði Óli um atvikið.

FH-ingar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og var svar Óla stutt þegar að fréttamaður spurði hvort eitthvað gæti stoppað þá þessa stundina.

„Já við sjálfir." sagði Óli en nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner