Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 18. ágúst 2019 20:59
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns um rauða spjaldið: Fannst refsingin hörð
Óli var að vonum sáttur með sigurinn.
Óli var að vonum sáttur með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Sigurmark FH kom á 90. mínútu leiksins.

„Tilfinningin var geggjuð að sjá boltann í netinu. Það var búið að vera helvíti erfitt að brjóta þá niður, sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst Fylkir byrja betur og við svolítið passívir. Við náðum tökum á leiknum og sigldum inní seinni hálfleikinn þéttari og fastir fyrir og ég hafði áhyggjur að þetta væri svona stöngin út leikur en Brandur gerir frábærlega í báðum mörkunum." sagði Óli eftir leik en Brandur Olsen skoraði bæði mörk FH í leiknum.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Fylkir

Eins og Óli kom inná byrjuðu Fylkismenn leikinn betur og virkuðu FH-ingar bragðdaufir fyrstu 35 mínútur leiksins. Óli segir þreytu spila þar inní en FH lék bikarleik gegn KR í vikunni.

„Þetta er búið að vera mjög erfið vika. Valur á sunnudaginn og KR í bikarnum í vikunni. Það eru margir laskaðir og spiluðu seiglunni. Það var vitað fyrir þennan leik að Helgi myndi setja Fylkisliðið upp mjög vel og það var hætta á því að leikurinn yrði slow-motion."

Það myndaðist mikill hiti undir lok leiksins þegar að Morten Beck Guldsmed steig á andlit Ólafs Inga og uppskar rautt spjald fyrir vikið.

„Það er einhver þæfingur og klafs og hann (Morten Beck) reynir að stíga útfyrir. Ég sá ekki hvap gerist en Óli varð mjög reiður. Báðir eru þeir drengir góðir og ég held að Óli hafi ekki verið að skálda eitthvað og ekki að Morten ekki að reyna að fara í hann. Það var hasar og mér fannst refsingin hörð." sagði Óli um atvikið.

FH-ingar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og var svar Óla stutt þegar að fréttamaður spurði hvort eitthvað gæti stoppað þá þessa stundina.

„Já við sjálfir." sagði Óli en nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner