Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mán 18. september 2023 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan óbrotinn en fer í frekari skoðanir í dag
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kjartan Kári Halldórsson er kominn til síns heima eftir að hafa farið á sjúkrahús í gær.

Kjartan lenti í samstuði í leik Breiðabliks og FH í gær og lá óvígur á vellinum í um tíu mínútur eða þar til sjúkraflutningafólk færði hann í sjúkrahús og flutti hann á sjúkrahús.

Kjartan fór í sneiðmyndatöku í gær og er niðurstaðan sú að hann er ekki brotinn.

„Ég er vel lemstraður ennþá og get ekkert hreyft hálsinn, er með hálskraga og ég fékk líklegast heilahristing."

„Ég fer aftur upp á slysó seinna í dag og fer þá í segulómskoðun til að ganga úr skugga um að öll liðböndin í hálsinum séu í lagi,"
sagði Kjartan við Fótbolta.net í dag.

Kjartan er tvítugur kantmaður sem er á láni hjá FH frá norska félaginu Haugasundi.

„Vonandi mætir hann á æfingu á morgun og heilsar upp á okkur og er bara í góðu skapi. Við ætlum að tileinka honum þennan sigur," sagði Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH eftir leikinn í gær.

Kjartan útilokar ekki að hann kíki á strákana á æfingu FH í dag.

Sjá einnig:
Kjartan fór í sneiðmyndatöku - „Má ekkert hreyfa mig"
Athugasemdir
banner