Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   fös 18. október 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - United og Liverpool á Old Trafford
Það er veisla um helgina í enska boltanum því á sunnudaginn mætast erkifjendurnir Manchester United og Liverpool á Old Trafford.

Man Utd hefur ekki átt farsælu gengi að fagna í upphafi tímabils og er aðeins tveimur stigum frá fallsæti eftir átta umferðir. United tapaði fyrir Newcastle fyrir landsleikjahlé. Á meðan er allt í blóma hjá Liverpool sem er á toppnum með fullt hús stiga.

Til að bæta gráu ofan á svart hjá Man Utd, þá eru lykilmennirnir David de Gea og Paul Pogba frá vegna meiðsla.

Leikur Man Utd og Liverpool er eini leikur sunnudagsins. Á morgun eru átta leikir og er fyrsti leikurinn í hádeginu þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton taka á móti West Ham. Everton hefur alls ekki byrjað vel og er í fallsæti.

Sex leikir eru klukkan 14:00 á morgun og síðasti leikur dagsins er í London þar sem Manchester City heimsækir Crystal Palace.

Þessi níunda umferð klárast svo á mánudagskvöldið þegar nýliðar Sheffield United mæta Arsenal.

laugardagur 19. október
11:30 Everton - West Ham (Síminn Sport)
14:00 Leicester - Burnley
14:00 Wolves - Southampton
14:00 Tottenham - Watford
14:00 Bournemouth - Norwich
14:00 Aston Villa - Brighton
14:00 Chelsea - Newcastle (Síminn Sport)
16:30 Crystal Palace - Man City (Síminn Sport)

sunnudagur 20. október
15:30 Man Utd - Liverpool (Síminn Sport)

mánudagur 21. október
19:00 Sheffield Utd - Arsenal (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner