Fjögur félög í Inkasso-deildinni eiga eftir að finna þjálfara fyrir næsta tímabil en það eru Víkingur Ólafsvík, Þór Akureyri, Afturelding og Þróttur.
Þær sögur að Rafn Markús Vilbergsson sé á blaði hjá Ólafsvíkingum eru orðnar háværar en hann er hættur hjá Njarðvík eftir fall liðsins niður í 2. deild.
Þær sögur að Rafn Markús Vilbergsson sé á blaði hjá Ólafsvíkingum eru orðnar háværar en hann er hættur hjá Njarðvík eftir fall liðsins niður í 2. deild.
Þórsarar voru orðaðir við Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem er nú kominn til starfa hjá Keflavík. Sagt er að allt stefni í að Páll Viðar Gíslason snúi aftur í þjálfarastólinn hja Þór.
Hann lét af störfum hjá Magna í sumar þegar liðið var í neðsta sæti Inkasso-deildarinnar.
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag sagði Hjörvar Hafliðason að Þórsarar vildu fá Bjarna Ólaf Eiríksson, varnarmann Vals, til að taka stöðu spilandi aðstoðarþjálfara liðsins.
Afturelding er í þjálfaraleit eftir að ekki náðust samningar við Arnar Hallsson um að halda áfram og þá funduðu Þróttarar með Gunnari Guðmundssyni eins og greint var frá í gær.
Athugasemdir