Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 19. janúar 2021 19:25
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Leicester og Chelsea: Fjórar breytingar hjá Chelsea - Havertz byrjar
Klukkan 20:15 hefst leikur Leicester og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og má búast við áhugaverðum slag.

Bæði lið unnu í síðustu umferð. Chelsea lagði Fulham að velli á útivelli með einu marki gegn engu og Leicester vann heimasigur Southampton.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, gerir enga breytingu frá síðasta leik. Hann heldur sig við sama byrjunarlið þar sem markamaskínan Jamie Vardy er uppi á topp.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, gerir fjórar breytingar frá sigurleiknum gegn Fulham. Reece James, Kai Havertz, Hudson-Odoi og Tammy Abraham koma allir inn í liðið. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Leicester: Schmeichel, Castagne, Fofana, Evans, Justin, Ndidi, Tielemans, Albrighton, Maddison, Barnes, Vardy
(Varamenn:Ward, Söyüncü, Amartey, Ricardo, Thomas, Choudhury, Pérez, Ünder, Iheanacho)

Chelsea: Mendy, James, Rudiger, Thiago Silva, Chilwell, Mount, Kovacic, Havertz, Hudson-Odoi, Abraham, Pulisic
(Varamenn: Kepa, Azpilicueta, Zouma, Christensen, Emerson, Jorginho, Gilmour, Ziyech, Werner)
Athugasemdir