Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 19. janúar 2022 17:04
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hafnaði beiðni Newcastle um að fá Lingard
Guardian greinir frá því að Manchester United hafi hafnað beiðni Newcastle United um að fá Jesse Lingard lánaðan.

Sex mánuðir eru eftir af samningi þessa 29 ára leikmanns á Old Trafford og Newcastle er í leit að frekari styrkingu fyrir fallbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni.

Óvíst er hvort Newcastle muni gera aðra tilraun til að fá Lingard. Ralf Rangnick, stjóri United, hefur sagt að leikmannahópurinn sé of stór.

Lingard hefur leikið fjórtán leiki á tímabilinu en aðeins einn byrjunarliðsleik.

Lingard lék afskaplega vel með West Ham þegar hann var lánaður til félagsins fyrir ári síðan.
Athugasemdir