Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. janúar 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef við eigum leikmennina í að spila 4-4-2 þá spilum við 4-4-2"
Það sem er mikilvægara er hvernig við viljum verjast og hvernig við viljum sækja
Það sem er mikilvægara er hvernig við viljum verjast og hvernig við viljum sækja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við viljum ekki vera fyrirsjáanlegir, verða lið sem er fyrirsjáanlegt og það sé auðvelt að lesa okkur og greina okkur
Við viljum ekki vera fyrirsjáanlegir, verða lið sem er fyrirsjáanlegt og það sé auðvelt að lesa okkur og greina okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við erum að fara inn í þessa riðlakeppni, undankeppni, og það geta verið augnablik þar sem við þurfum að breyta einhverju.
Við erum að fara inn í þessa riðlakeppni, undankeppni, og það geta verið augnablik þar sem við þurfum að breyta einhverju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá því Arnar Þór Viðarsson tók við sem A-landsliðsþjálfari í lok árs 2020 hefur íslenska liðið spilað leikkerfið 4-1-4-1 eða 4-3-3, með einn djúpan miðjumann fyrir framan varnarlínuna og einn framherja, í langflestum tilvikum.

Það vakti því athygli að Ísland spilaði í leikkerfinu 4-4-2 með tígulmiðju þegar liðið mætti Eistlandi í vináttuleik fyrr í mánuðinum.

Arnar var til viðtals í vikunni og var hann spurður út í taktíkina.

„Það eru tveir hlutir sem við erum að hugsa þar. Í fyrsta lagi gagnvart hópnum sem við vorum með úti í Portúgal, þá fannst okkur spennandi að sjá hvort við gætum á tveimur æfingum „drillað" þetta leikkerfi þannig að leikmenn væru klárir í leik. Einfaldlega vegna þess að við vorum með ákveðnar týpur af leikmönnum sem að mínu mati henta vel í þetta leikkerfi. Þ.e.a.s. að vera ekki með kantara, heldur með tvo sentera."

„Í öðru lagi er þetta líka fyrir framtíðina. Ég tel að við séum komnir það langt akkúrat núna, erum að fara inn í þriðja árið þar sem ég er með liðið, við erum komnir á ákveðinn stað þar sem við þurfum líka að hugsa aðeins lengra og breiðara. Við erum að fara inn í þessa riðlakeppni, undankeppni, og það geta verið augnablik þar sem við þurfum að breyta einhverju. Hvort sem það er í miðjum leik eða hvort við viljum koma andstæðingnum á óvart. Við viljum ekki vera fyrirsjáanlegir, verða lið sem er fyrirsjáanlegt og það sé auðvelt að lesa okkur og greina okkur."


Kemur til greina í mars, þegar Ísland mætir Bosníu & Hersegóvínu og Liechtenstein, að stilla upp í tígulmiðju?

„Já, það kemur alveg til greina. Undanfarin tíu ár náði Ísland sínum besta árangri í 4-4-2. Ef við eigum leikmennina í að spila 4-4-2 þá spilum við 4-4-2. Ef það er best fyrir blönduna af leikmönnunum sem við erum með að spila eitthvað annað kerfi, þá spilum við eitthvað annað kerfi. Við getum ekki verið fastir í einhverju einu, þegar við erum komnir með ákveðinn grunn þá getum við aðeins farið að bæta við okkur og reynt að fá aðeins fleiri vopn í búrið."

Bjóstu við að sjá eitthvað annað en þú hefur séð í leikkerfinu 4-1-4-1 undir þinni stjórn? Ertu sáttur með hvernig þetta hefur verið?

„Það eru margar útfærslur á því kerfi. Það getur verið fimm manna miðja í rauninni eða 4-3-3 þar sem kantarnir fara aðeins hærra, við gerðum meira af því í fyrra. Við vorum að færa okkur ofar á völlinn og reyna verjast aðeins hærra."

„Ég er alveg sáttur með það sem ég hef séð. Í þeim kerfum (4-1-4-1, 4-5-1, 4-3-3) eru ákveðnir möguleikar, hvort sem við viljum verjast hærra eða lægra á vellinum, hvaða svæði það er sem við viljum ráðast á hjá andstæðingnum."

„Þetta eru bara útfærslur sem fara eftir því hvernig við viljum verjast. Heima á móti Ísrael síðasta sumar þá spiluðum við nánast 4-4-2 varnarlega þegar Hákon var að setja pressu á hafsent hjá andstæðingnum. 4-3-3 eða 4-4-2, þetta er tala á blaði. Það sem er mikilvægara er hvernig við viljum verjast og hvernig við viljum sækja,"
sagði Arnar.
Arnar gerir upp janúarverkefnið - „Viljum ekki vera lið sem er fyrirsjáanlegt"
Athugasemdir
banner