Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 19. febrúar 2024 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er eins og hryllingsmynd sem endar ekki"
Leon Goretzka.
Leon Goretzka.
Mynd: Getty Images
Leon Goretzka, miðjumaður Bayern München, segir að það sé eins og liðið sé fast í hryllingsmynd.

Það er krísuástand hjá Bayern þessa dagana eftir þriðja tap liðsins í röð. Í gær tapaði liðið gegn Bochum í þýsku úrvalsdeildinni, 3-2. Þýskalandsmeistararnir eru núna átta stigum eftir toppliði Bayer Leverkusen sem virðist vera óstöðvandi.

„Þetta er eins og hryllingsmynd sem endar ekki," sagði Goretzka eftir leikinn.

„Það er einfaldlega allt á móti okkur þessa stundina. Við erum að gera alltof mikið af einstaklingsmistökum."

Goretzka var spurður að því hvort hann teldi að Bayern gæti enn unnið þýska titilinn og sagði hann þá: „Ekki þessa stundina. Ég er hreinskilinn með það."
Athugasemdir
banner
banner