Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 15:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man Utd og Fulham: Fjórar breytingar hjá Man Utd - Sancho byrjar
Sancho.
Sancho.
Mynd: Getty Images
Mitrovic.
Mitrovic.
Mynd: Getty Images

Klukkan 16:30 verður flautað til leiks á Old Trafford í Manchester borg en þar mætast Manchester United og Fulham í átta liða úrslitum enska bikarsins.


Þetta er síðasti leikurinn í átta liða úrslitunum en liðið sem vinnur leikinn í dag verður því komið með miða á Wembley en þar fara fram undanúrslit keppninnar. Man Utd vann deildabikarinn í síðasta mánuði og er því möguleiki á bikartvennu hjá liðinu á þessari leiktíð.

Fulham hefur aðeins gefið eftir í deildarkeppninni að undanförnu en liðið hefur komið mörgum á óvart með spilamennskunni í vetur. Nýliðarnir eru í níunda sæti deildarinnar og mættir í 8 liða úrslit bikarsins.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, gerir fjórar breytingar á liðinu sem vann Real Betis á fimmtudaginn. Luke Shaw, Marcel Sabitzer, Scott McTominay og Jadon Sancho koma inn fyrir þá Tyrell Malacia, Casemiro, Facundo Pellistri og Fred.

Raphael Varane er ekki í leikmannahópnum í dag og þá er Casemiro í leikbanni.

Hjá Fulham leiðir Aleksandar Mitrovic sóknarlínuna og þá mætir Andreas Pereira sínum fyrrum liðsfélögum. Joao Palhinha er mættur aftur inn í liðið eftir leikbann og eru það mjög góðar fréttir fyrir Fulham.

Man Utd: De Gea, AWB, Maguire, Martinez, Shaw, Sabitzer, McTominay, Sancho, Bruno, Rashford, Weghorst
(Varamenn: Butland, Dalot, Fred, Lindelof, Malacia, Fred, Mainoo, Elanga, Pellistri, Antony.)

Fulham: Leno; Tete, Diop, Ream, Robinson; Palhinha, Reed; Willian, Andreas Pereira, De Cordova-Reid; Mitrovic.
(Varamenn: Rodak, Tosin, Cedric, Lukic, Wilson, Cairney, Solomon, James, Vinicius.)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner